Samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands skiptir stefna stjórnmálaflokkanna varðandi náttúruvernd og loftslagsmál miklu máli fyrir nær 2/3 aðspurða við val á stjórnmálaflokki.
Spurt var: hvort stefna stjórnmálaflokkana varðandi náttúruvernd og loftslagsmál skipti aðspurða miklu eða litlu máli við ákvörðun á hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi hyggst kjósa í komandi alþingiskosningum.
Einnig var spurt: Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af loftslagsbreytingum í heiminum?
Tæplega 70% aðspurðra hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum, 21,6% hafa hvorki miklar né litlar og 9,1% hafa litlar áhyggjur.
Marktækur munu er á svörum eftir kyni, búsetu, menntun, stjórnmálaskoðunum og aldri.
Staðan
Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist hér á landi um 26% frá árinu 1990 en minnkað um 26% í öðrum Evrópuríkjum. Fátt bendir til að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Kyoto-bókuninni á tímabilinu 2013 – 2020 og enn – árið 2017 – hefur stjórnvöldum ekki lánast að smíða aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Börn sem fæðast í dag verða á fermingaraldri þegar fyrsta skuldbindingartímabili Parísarsamkomulagsins lýkur. Súrnun sjávar ógnar nytjastofnum á Íslandsmiðum.
Afstaða stjórnvalda hefur hingað til einkennst af ótrúlegu sinnuleysi. Náttúruverndarsamtök Íslands skora á stjórnamálaflokkana að gera grein fyrrir stefnu sinni í loftslagsmálum.

