Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra á Alþingi.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi í dag þeirri fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra hvort ráðherra teldi að hægt væri að byggja ákvarðanir um hvalveiðar á niðurstöðum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísaði hún þar einkum til fullyrðinga um að grisjun hvalastofna myndi auka fiskgegnd og útreikninga um virði aukinna útflutningstekna á grundvelli þess afla sem dauðir hvalir hefðu annars hámað í sig.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti merkilegt erindi hjá Harvard-háskóla í Boston á föstudaginn var, 26. janúar. Forsetinn sagði að bent hefði verið á að um miðja þessa öld yrði meira plast í hafinu en fiskar, en sem kunnugt er borðum við ekki plast. Forsetinn greindi jafnframt frá því að innan skamms myndi hann sækja World Ocean Summit (Leiðtogafund um málefni heimshafanna sem haldinn verður í Mexikó í byrjun mars á vegum breska tímaritsins Economist). Hann sagði  að „skilaboð Íslands yrðu skýr, við verðum að vernda hafið, við verðum að halda hafinu hreinu“. Hann sagðist jafnframt vona að fulltrúar landsins næðu að vekja athygli á alþjóðavettvangi í ljósi þess að þeir viti hvað um sé að ræða; að við sem erum háð auðlindum hafsins og hreinleika þess vitum hversu mikla þýðingu hafið hefur fyrir framtíð Íslands og annarra ríkja.

The Ocean is probably the biggest employer in the world, it provides half the oxygen we breathe, it has absorbed a quarter of our CO2 emissions and puts food on our plates.
But the ocean is in danger, you may not see it above the surface, but the threats are many and the risks are real.
Plastics are choking our sea life, pollution is causing ‘dead zones’, our are corals dying, climate change is heating our waters making it more acidic and too many boats are chasing fewer and fewer fish.

Síða 1 af 2