Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra á Alþingi.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi í dag þeirri fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra hvort ráðherra teldi að hægt væri að byggja ákvarðanir um hvalveiðar á niðurstöðum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Vísaði hún þar einkum til fullyrðinga um að grisjun hvalastofna myndi auka fiskgegnd og útreikninga um virði aukinna útflutningstekna á grundvelli þess afla sem dauðir hvalir hefðu annars hámað í sig.